22 febrúar 2009

uppá síðkastið...

búin að vera löt að blogga að undanförnu...bara búin að vera svolítið bissý við að vera í skólanum og læra..ehh..eða ekki..ég hef bara ekki nennt að blogga. Bætum aðeins úr því nú...fór í sumarbústað/sumarhús með Elinu, Ingu og Olle fyrir nokkru, það var rosa næs..borðuðum góðan mat, fórum í göngutúra m.a. yfir ísilagt vatnið sem er rétt hjá bústaðnum, kveiktum upp í arninum og höfðum það rosa kósý.

Sumarhúsið sem foreldrar Elinar eiga er í Norrehus rétt fyrir sunnan Linköping.


Ég að sýna"listir" mínar á ísnum..

Fyrir hálfum mánuði fórum við Inga svo ásamt þremur öðrum íslenskum stelpum (Auði, Völu og Kristínu) á skauta í Kungsträgården..rosa gaman þar til Inga datt á hnén og við enduðum upp á slysó þar sem kom i ljós að Inga var með brákaða hnéskel og var sett í spelku..svo nú köllum við hana fatlafólið...


Dancing on ice.. hvað!


Auður, Inga og Kristín


Inga á slysó meðan okkur fannst þetta enn fyndið..enda bara búnar að bíða í 2 tíma..ekki 9 tíma...og vissum ekki alvarleika íþróttameiðslanna!

Engin ummæli: