04 febrúar 2009

Gunnar "hinn þolinmóði" farinn frá Lín Svín!

þrefalt húrra fyrir Katrínu Jakobs...því samkvæmt frétt þessari í DV munu námsmenn nú líta bjartari daga þar sem eðal-svínið Gunnar Birgison mun væntanlega fara á haugana ásamt öðrum ófögnuði sem Lín Svín mun hafa sankað að sér síðustu áratugi. Hinum þolinmóða manni þykir menntamálaráðherra sjálfsagt jafn óþolinmóð og námsmennirnir sem báðu um neyðarlánið alræmda!

Kannski hefur Katrín fengið hugskeytið frá mér í gær? Sagði nefnilega Ingu í gær að ég væri að hugsa um að senda henni bréf og inna eftir aðgerðum í málum Lín Svín, sérstaklega vegna námsmanna erlendis. Ákvað svo að ég nennti eiginlega ekki að skrifa bréf í gær þegar ég var við tölvu upp í skóla (munið að tölvan mín er dáin = engin tölva heima). En nú verð ég kannski bara að senda henni frekar þakkarbréf?

Engin ummæli: