03 febrúar 2009

óheppin týpa!

Arkaði af stað í gær vel múruð eftir að hafa betlað meiri pening sem ég get skuldað bankanum mínum til að kaupa nýja tölvu. Venjulega myndi það gleðja mig ofsalega að kaupa mér nýja tölvu en þessi tölvukaup vekja upp blendnar tilfinnnigar. Mér þætti betra að eiga í raun pening fyrir nýrri tölvu en gamla tölvan mín er ekkert að kippa sér upp við slíka smámunasemi í mér...hún deyr bara þegar henni þóknast! Eftir að hafa íhugað þetta vel á leiðinni í lestinni var ég bara orðin nokkuð spennt yfir nýju tölvunni...hvítri MacBook...var búin að skoða hana reyndar heima á Íslandi (svo eiga Sandra og Bryn báðar svoleiðis) og er hún náttlega miklu betri heldur en mín gamla (sem er hvít iBook) og er að verða fjögurra ára gömul.
Þegar ég loksins kom í Humac búðina sem er nánast í hinum enda borgarinnar var ég vægast sagt orðin mjög uppveðruð yfir því að fá nýja tölvu...eftir að hafa verið með gömlu tölvuna í andarslitrunum í viku og þar með geta lokst haldið áfram með verkefni og allt annað sem ég þarf að gera. Kom svo í búðina og bað um aðstoð og sagðist þurfa að kaupa tölvu. Afgreislumaður vildi endilega sýna mér allt úrvalið þeirra = allar dýrustu týrpurnar, en ég sagðist vera búin að skoða þessa hvítu (sem jafnframt er langódýrust) og mér litist vel á hana. Sagði hann mér þá að það væri mjög gott val þar sem það væri ný búið að uppfæra ýmislegt í þeirri tölvu, s.s vinnsluminnið, skjáupplausnina o.fl. "Flott" sagði ég, "ég ætla að fá eina" "Öhh, hún er því miður ekki til á lager, er í pöntun!" sagði maðurinn þá. Hann hefur væntanlega séð mig fölna og nánast falla í yfirlið því hann flýtti sér að bæta við að vonandi kæmi hún eftir 4-5 daga, það væru bara 10 dagar síðan hún kom út í Bandaríkjunum svo sendingin væri á leiðinni. Ég var að spá í að taka smá frekjukast, kasta mér í gólfið og grenja en ákvað svo að það myndi sjálfsagt ekki hafa neitt að segja nema kannski að mér yrði vísað út úr búðinni..svo ég gaf bara upp símanr. mitt og hann lofað að hringja þegar tölvan mín kæmi. Vonbrigðin voru SVAKALEG get ég sagt ykkur þar sem ég var orðin svo spennt en svo bara engin tölva til að fara með heim...nema reyndar miklu dýrari tölvur.

Engin ummæli: