17 desember 2008

Krimmahverfi!


omg, ég bý greinilega ekki í friðasælu og fjölskylduvænu hverfi eins og ég hélt, nei, nei, Farsta er greinilega bara eitthvað bölvað krimmahverfi, það er búið að ræna vídeóleiguna, sjoppuna og pizzastaðinn og svo nú síðast var Nordea bankinn rændur með stæl í gærmorgun. Tveir menn, vopnaðir skotvopnum, keyrðu inn í bankann (í gegnum gluggann) rétt fyrir opnun, kveiktu svo í bílnum, rændu peningum og spændu svo í burt á mótorhjólum sem stóðu fyrir utan. Þetta var sem sagt alveg keppnis...svo hér var allt krökkt af löggum og sérsveitarmönnum með byssur og alles, gangandi milli húsa, girðandi af göngu- og akstursleiðir og lögregluþyrlan sveimaði yfir húsinu mínu og fleirum í klukkutíma eða meira. Brjálað aksjón í gangi en ég svaf þetta allt af mér!

Fór avo á STARK julsittning í gær, við í jólanefndinni elduðum allan matinn sjálf og ég gerði ísinn hennar mömmu sem sló svona líka svakalega í gegn ;) Ég og Inga enduðum reyndar í eldhúsinu allt kvöldið ásamt Johan þar sem sumir í nefndinni sem voru búnir að fara mikinn í orðum um eldamennsku sína sátu svo bara fastast að borðum og varð lítið úr verki í eldhúsinu! Ætla að hætta núna að bjóða mig og Ingu (að henni forspurðri) fram í einhverjar nefndir...
Endaði svo mér til mikillar skelfingar á að þurfa að taka NÆTURSTRÆTÓ heim..aftur...komst þó með lestinni rúmlega hálfa leið en nú er ég orðin svo geðveikt lókal í þessum næturvagnafíling að öllum datt í hug að spyrja mig um vagna hingað og þangað...
Ég er kannski bara orðin svona sænsk?
Ég er þó frekar á því að ég líti bara svona traustvekjandi út.

14 desember 2008

Egótripp verðlaun...


Lukkutröllið okkar, flikkuðum aðeins uppá hann með smá gull og glimmer!

Var á AF-gala kvöldi í gærkveldi en þar voru stjórnir allra nemendafélaga innan "Hugvísindadeildarinnar" við háskólann samankomnar, well..allavega þær stjórnir sem mættu. Verðlaun voru veitt fyrir hitt og þetta en ég held að STARK hafi fengið bestu verðlaunin...fyrir besta egótrippið m.a. en við tilnefndum okkur sjálf fyrir meira en 15 tilnefningar..allmargar tengdar einkahúmor í fornleifafræði (svo við myndum örugglega vinna þau verðlaun) og svo unnum við Kariókí-keppnina líka..þökk sé Elinu ;)

Sýninhorn af tilnefningum okkar:

Nemendafélagið með flesta íslendinga í stjórninni.
Nemendafélagið sem er næst gröfinni.
Jarðbundnasta nemendafélagið.
Nemendafélagið með billigasta búsið og fallegasta fólkið.


Nokkrir stjórnarmeðlimir: Elin, Tora, Jonathan, Inga og Ég

11 desember 2008

Atvinnulaus og heilsuveill eiginmaður óskast!

er nokkuð viss eftir símtalið sem ég átti við Lín Svín í vikunni að ég sé ekki ein af þeim "heppnu" einstaklingum sem mun hreppa hnossið í samkeppninni um neyðarlánið svokallaða. Já...samkeppni virðist það vera því fyrir utan að senda inn umsókn um þetta LÁN NB! ekki STYRK þá þurfti ég einnig að rökstyðja af hverju ég teldi að ég ætti að fá neyðarlán. Ekki nóg með það heldur á maður að senda inn fylgiskjöl sem styðja við rökstuðninginn! Það er ekkert tekið fram neins staðar hvers konar fylgiskjöl þetta eiga að vera, bankayfirlit, kvittanir úr matvöruverslunum, myndir úr hálftómum eldhússkápum? Svo ég hringdi í Lín Svín til að fá einhverjar upplýsingar. Ég þurfti reyndar að draga orðin með rörtöng upp úr manneskjunni sem var fyrir svörum en hún klikkti loks út með sp. eins og: "Ertu húsnæðislaus?" "Umm..nei" sagði ég. "Er makinn búin að missa vinnuna?" spurði hún þá. "Uhh..nei, ég er einhleyp" svaraði ég. "Ja, þú getur þá bara sent það sem þér finnst vera viðeigandi" Aha, ég get sem sagt ekki verið í mikilli neyð fyrst ég er ekki á götunni með atvinnulausan eiginmann til að sjá fyrir! Var að spá á að skálda upp eiginmann, láta hann missa vinnuna og ekki væri verra ef hann myndi deyja líka. Held samt að það sé smá ves að falsa bæði giftingarvottorð og dánarvottorð...

08 desember 2008

gleði, gleði, gleði....

já það er eintóm gleði hjá mér þessa daganna. Ég er byrjuð að forverja gripina frá Birka...og það er geðveikt gaman..Er búin að fá vinnuborð og skúffur og smásjá..omg..ég er að verða geðveikur nörd yfir þessu...
Annars er allt og ekkert búið að gerast síðan síðast...það snjóaði meira en svo bara bingó..og allur snjór farinn og varla von á meiru fyrir jól :( ohhh... ég sem ætlaði að búa til snjóengla...
Fór á Onsdag á Gulu Villunni í vikunni og sá nokkra Íslendinga og hitti líka fáeina..var reyndar ekki furða þar sem þetta var Onsdag hjá FÍNS (Félag íslenskra námsmanna í Stokkhólmi) ég og Inga drifum Höllu vinkonu hennar með okkur en þar sem við vorum aðeins með heilann í bandi á eftir okkur, hunsandi allar ábendingar um hvað tímanum liði, endaði kvöldið í annarri magnaðri næturstrætóferð! Gæti örugglega farið að gefa út smásögusafn um reynslu mína af næturstrætóferðum í Stokkhólmi. Í þetta skiptið var vagnstjórinn í svo miklu panikki yfir öllu þessu fólki sem kom allt inn í vagninn á sömu stoppistöðinni við háskólann (hmm skrítið) að hann treysti sér ekki til að rukka alla um kort eða miða heldur kallaði á SL-vörð til að koma og rukka fólk í vagninum! Svo þar sem við sátum og biðum eftir einhverjum verði sem átti að koma bráðum! ákváðum við að kíkja aðeins á aðra stoppistöð og athuga með vagn þar sem átti að fara beint heim til Höllu en þá var það ekki næturstrætó, svo þar sem við röltum tilbaka í vagninn sem beið eftir rukkaranum heyrðum við óminn af brottfarahljóði..rukkarinn kom sem sagt meðan við brugðum okkur á næsta bæ...Þeir eru alveg magnaðir þessir vagnstjórar næturstrætóanna.
Allavega...er búin að segja það áður og á örugglega eftir að segja það aftur "Ég ætla ekki aftur með næturstrætó". Hmm...munur að vera svona staðföst manneskja eins og ég.
Mikið að gera næstu vikunna alveg þangað til ég kem heim 18.DES...forvarslan, Stark fundir, spila-/osta-/vín-kvöld, galakvöld, jólaboð og hvaðeina...og svo verð ég bara komin heim fyrr en varir.

Ekki mjög jólalegt að líta út um gluggann minn