08 desember 2008

gleði, gleði, gleði....

já það er eintóm gleði hjá mér þessa daganna. Ég er byrjuð að forverja gripina frá Birka...og það er geðveikt gaman..Er búin að fá vinnuborð og skúffur og smásjá..omg..ég er að verða geðveikur nörd yfir þessu...
Annars er allt og ekkert búið að gerast síðan síðast...það snjóaði meira en svo bara bingó..og allur snjór farinn og varla von á meiru fyrir jól :( ohhh... ég sem ætlaði að búa til snjóengla...
Fór á Onsdag á Gulu Villunni í vikunni og sá nokkra Íslendinga og hitti líka fáeina..var reyndar ekki furða þar sem þetta var Onsdag hjá FÍNS (Félag íslenskra námsmanna í Stokkhólmi) ég og Inga drifum Höllu vinkonu hennar með okkur en þar sem við vorum aðeins með heilann í bandi á eftir okkur, hunsandi allar ábendingar um hvað tímanum liði, endaði kvöldið í annarri magnaðri næturstrætóferð! Gæti örugglega farið að gefa út smásögusafn um reynslu mína af næturstrætóferðum í Stokkhólmi. Í þetta skiptið var vagnstjórinn í svo miklu panikki yfir öllu þessu fólki sem kom allt inn í vagninn á sömu stoppistöðinni við háskólann (hmm skrítið) að hann treysti sér ekki til að rukka alla um kort eða miða heldur kallaði á SL-vörð til að koma og rukka fólk í vagninum! Svo þar sem við sátum og biðum eftir einhverjum verði sem átti að koma bráðum! ákváðum við að kíkja aðeins á aðra stoppistöð og athuga með vagn þar sem átti að fara beint heim til Höllu en þá var það ekki næturstrætó, svo þar sem við röltum tilbaka í vagninn sem beið eftir rukkaranum heyrðum við óminn af brottfarahljóði..rukkarinn kom sem sagt meðan við brugðum okkur á næsta bæ...Þeir eru alveg magnaðir þessir vagnstjórar næturstrætóanna.
Allavega...er búin að segja það áður og á örugglega eftir að segja það aftur "Ég ætla ekki aftur með næturstrætó". Hmm...munur að vera svona staðföst manneskja eins og ég.
Mikið að gera næstu vikunna alveg þangað til ég kem heim 18.DES...forvarslan, Stark fundir, spila-/osta-/vín-kvöld, galakvöld, jólaboð og hvaðeina...og svo verð ég bara komin heim fyrr en varir.

Ekki mjög jólalegt að líta út um gluggann minn


Engin ummæli: