11 desember 2008

Atvinnulaus og heilsuveill eiginmaður óskast!

er nokkuð viss eftir símtalið sem ég átti við Lín Svín í vikunni að ég sé ekki ein af þeim "heppnu" einstaklingum sem mun hreppa hnossið í samkeppninni um neyðarlánið svokallaða. Já...samkeppni virðist það vera því fyrir utan að senda inn umsókn um þetta LÁN NB! ekki STYRK þá þurfti ég einnig að rökstyðja af hverju ég teldi að ég ætti að fá neyðarlán. Ekki nóg með það heldur á maður að senda inn fylgiskjöl sem styðja við rökstuðninginn! Það er ekkert tekið fram neins staðar hvers konar fylgiskjöl þetta eiga að vera, bankayfirlit, kvittanir úr matvöruverslunum, myndir úr hálftómum eldhússkápum? Svo ég hringdi í Lín Svín til að fá einhverjar upplýsingar. Ég þurfti reyndar að draga orðin með rörtöng upp úr manneskjunni sem var fyrir svörum en hún klikkti loks út með sp. eins og: "Ertu húsnæðislaus?" "Umm..nei" sagði ég. "Er makinn búin að missa vinnuna?" spurði hún þá. "Uhh..nei, ég er einhleyp" svaraði ég. "Ja, þú getur þá bara sent það sem þér finnst vera viðeigandi" Aha, ég get sem sagt ekki verið í mikilli neyð fyrst ég er ekki á götunni með atvinnulausan eiginmann til að sjá fyrir! Var að spá á að skálda upp eiginmann, láta hann missa vinnuna og ekki væri verra ef hann myndi deyja líka. Held samt að það sé smá ves að falsa bæði giftingarvottorð og dánarvottorð...

Engin ummæli: