17 desember 2008

Krimmahverfi!


omg, ég bý greinilega ekki í friðasælu og fjölskylduvænu hverfi eins og ég hélt, nei, nei, Farsta er greinilega bara eitthvað bölvað krimmahverfi, það er búið að ræna vídeóleiguna, sjoppuna og pizzastaðinn og svo nú síðast var Nordea bankinn rændur með stæl í gærmorgun. Tveir menn, vopnaðir skotvopnum, keyrðu inn í bankann (í gegnum gluggann) rétt fyrir opnun, kveiktu svo í bílnum, rændu peningum og spændu svo í burt á mótorhjólum sem stóðu fyrir utan. Þetta var sem sagt alveg keppnis...svo hér var allt krökkt af löggum og sérsveitarmönnum með byssur og alles, gangandi milli húsa, girðandi af göngu- og akstursleiðir og lögregluþyrlan sveimaði yfir húsinu mínu og fleirum í klukkutíma eða meira. Brjálað aksjón í gangi en ég svaf þetta allt af mér!

Fór avo á STARK julsittning í gær, við í jólanefndinni elduðum allan matinn sjálf og ég gerði ísinn hennar mömmu sem sló svona líka svakalega í gegn ;) Ég og Inga enduðum reyndar í eldhúsinu allt kvöldið ásamt Johan þar sem sumir í nefndinni sem voru búnir að fara mikinn í orðum um eldamennsku sína sátu svo bara fastast að borðum og varð lítið úr verki í eldhúsinu! Ætla að hætta núna að bjóða mig og Ingu (að henni forspurðri) fram í einhverjar nefndir...
Endaði svo mér til mikillar skelfingar á að þurfa að taka NÆTURSTRÆTÓ heim..aftur...komst þó með lestinni rúmlega hálfa leið en nú er ég orðin svo geðveikt lókal í þessum næturvagnafíling að öllum datt í hug að spyrja mig um vagna hingað og þangað...
Ég er kannski bara orðin svona sænsk?
Ég er þó frekar á því að ég líti bara svona traustvekjandi út.

1 ummæli:

lenacd sagði...

gledilegt ár gugga kvedja frá dk