En að öðru og ekki síður skemmtilegu þá fórum við Inga með Lenu, leiðbeinandanum okkar, til Birka á fimmtudaginn. Fengum ofsa gott veður og gengum um eyjuna þar sem Lena sagði okkur frá fyrri uppgröftum og sýndi okkur helstu uppgraftarstaðinu sem hún hefur m.a. grafið á. Sá húsið mitt og fékk betri tilfinningu fyrir staðnum en Birka er mjög falleg eyja og siglingin þangað um Mälaren ekki síðri.
Ég og Inga erum að spá í að fá okkur sitthvort húsið þarna. Ekki amalegt að búa rétt fyrir utan Stokkhólm og rúnta á bát í vinnuna!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli