26 ágúst 2009

sauður í Svíþjóð!

Jæja, nú held að ég hafi alveg toppað persónulega skorið í Tapað/EKKi Fundið. Týndi veskinu mínu í Tunnelbananum seint í gærkveldi. Þar hafði ég troðið öllu því sem varið er í og nauðsýnlegt er til að komast af í skilríkjaríkinu Svíþjóð, passanum, kreditkortum, bankakortum, dagbókinni og húslyklunum! Fattaði þetta ekki fyrr ég var komin upp í háskóla en þar var mjög almennilegur starfmaður á T-bana stöðinni sem lét tékka í vögnunum á endastöðunum en ekkert fannst. Ég gaf því skýrslu hjá lögreglunni og tékkaði á lásasmið því ég komst náttlega ekki inn til mín lyklalaus en það kostaði heilar 1.600sek svo ég ákvað bara að eyða nóttinni á gólfinu hjá Ingu en hún var svo heppin að vera með mér og fá að taka þátt í þessu ferli. Inga var sem betur fer ekki búin að henda ógjó dýnunni sem var skilin eftir í herberginu hennar svo ég svaf nú ekki á beru gólfinu (þó það geri söguna aðeins skemmtilegri). Svaf því inní sængurverinu mínu (sem ég hafði verið að sækja ásamt öðru dóti til Rannveigar í Farsta) svo ég kæmi ekki við ógjó dýnuna því ekkert var lakið.
Í morgun fór ég svo á skrifstofu húsvarðanna til að fá nýja lykla svo ég kæmist inn til mín. Þeir voru mjög hamingjusamir yfir að fá að skipta um lás hjá mér og nú held ég bara að allir húsverðirnir viti hver íslenska stelpan með allt vesenið er!
Ekki amalegt að vera orðin "kändis" hjá SSSB

Engin ummæli: