25 ágúst 2009

Ryksugan á fullu, étur alla drullu, tralalala...

jáhá, þá er maður komin aftur til Stokkhólms og flutt inn á stúdentagarðana. Fékk smá áfall þegar ég kom inn í herbergið mitt en það var virkilega skítugt og svo voru naglar og skrúfur út úr öllum veggjum. Hafði t.d. ekki lyst á að fara í sturtu á skítugu baðinu. Þar fyrir utan var skilið eftir einbreitt rúm án dýnu sem ég hef ekkert að gera við þar sem herbergið á að vera án húsgagna og ég búin að ákveða að kaupa mér rúm í IKEA. Ég ákvað því að fara í morgun og tala við húsvörðin og láta fjarlægja rúmið en einnig kvarta yfir þrifunum og skrúfum og nöglum í veggjunum. Rúmið var fjarlægt með það sama og svo var mér boðið uppá að fá keypt þrif eða þrífa sjálf og fá borgað fyrir það! Nú er ég sem sagt á launum við að þrífa hjá mér ;)
Húsverðinum fannst greinilega einnig nóg um öll götin á veggjunum eftir nagla og skrúfur (fyrir utan það sem er enn í veggjunum) að hann pantaði málara til að mála herbergið mitt svo það verði nú fínt.

Engin ummæli: