21 apríl 2009

Kosningar

Ég og Inga fórum að kjósa í gær. Til þess fórum við í sendiráð Íslands hér í Stokkhólmi. Framkvæmdin á svona utankjörfundar dæmi er svoooolítið öðruvísi en þegar maður fer á kjörstað. Fyrir það fyrsta þá er ekki nóg að vita hvað flokkurinn heitir sem maður er að spá í eða ætlar að kjósa heldur þarf maður að vita listabókstafinn líka því maður þarf að handskrifa eða stimpla listabókstafinn á auðan seðil. Ef maður vill svo strika einhvern út af þeim lista sem maður kýs svo þá þarf að leggja nöfn allra á listanum á minnið, skrifa þau á seðilinn í réttri röð og strika svo einhvern vitleysinginn út! Ekki nóg með þetta heldur tímir sendiráðið svo ekki að splæsa í frímerki á atkvæðaseðilinn heldur þarf maður svo að póstleggja hann sjálfur! Greinilega kreppa á Íslandi. Mér finnst þetta ekkert rosalega hvetjandi til að maður nýti sér atkvæðisréttinn en þetta hafðist nú allt saman hjá okkur, kusum rétt og sendum seðilinn af stað til Íslands med det samme. Ég nennti þó ekki að hafa fyrir því að strika út af listanum sem ég kaus eins og ég hef gert áður ef mér líkar ekki við einhvern á framboðslistanum. Mundi hvort eð er ekkert hvar í röðinni sá vitleysingur er né hverjir aðrir eru þar, fyrir utan manneskjuna í fyrsta sætinu. En hún er einmitt ástæðan fyrir því að í ár ákvað ég að kjósa manneskjur og málefni í staðinn fyrir flokk. Ég veit að það er reyndar ekki beysið framboð til kosninganna nú frekar en fyrri daginn (allir ljúga og svíkja) en þó hef ég ákveðið að kjósa alltaf skársta kostinn í stað þess að skila auðu. Að skila auðu ætti að vera ákveðin yfirlýsing en þar sem auðir og ógildir eru taldir saman þá liti ég meira út eins og fífl sem kann ekki að fylla út kosningaseðil en manneskja með meiningar!

P.s ég kaus að sjálfsögðu Katrínu Jakobs í Vinstri-grænum.

1 ummæli:

OFURINGA sagði...

Katrín Jakobs er töff!
En ég heyrði svakalega sögu frá námsmanni í Debrecen í Ungverjalandi þar sem 60 Íslendingar búa og stunda nám. Þeir áttu fyrst víst ekkert að fá að kjósa nema með því að ferðast langar leiðir sem er frekar óhentugt og kvörtuðu einhver ósköp. Þá á að senda einhvern ræðismann til þeirra með atkvæðaseðla, en bíddu nú... atkvæðaseðlarnir verða bara 30! Það fær semsagt helmingur námsmanna í Debrecen að kjósa...ekki fleiri! Fyrstir koma fyrstir fá!