30 október 2008

Enn í heimaprófi...

jebb..síðasti dagur heimaprófsins í dag..á að skila kl.10 í fyrramálið sem þýðir að sjálfsögðu að ég mun klára að skrifa undir morgun og hendast svo uppí skóla til að prenta út og skila inn. Cissi sagði mér í dag að Robin sem er með okkur í kúrsinum hefði skilað inn á mánudaginn! Ég meina..hver gerir svona hluti! Aldrei að vera á undan með neitt er mitt mottó...reyndar er það bara staðreynd en mér finnst það bara hljóma betur ef ég læt sem það sé mottó..ekki satt?
Annars er nú ágætt að þessi vika heimaprófsins sé senn á enda. Er farin að fíla mig eins og Hugh Hefner..í náttfötunum allan daginn! Reyndar bý ég ekki með 3 kærustum..svo það er sennilega bara náttfatafílingurinn sem ég og Hef gamli eigum sameiginlegt.
Er samt búin að vera dugleg að fylgjast með umheiminum þá ég fari ekki út úr húsi þökk sé internetinu..hvað gerði fólk í heimaprófum áður en internetið kom til sögunnar? En nú eru Færeyingar farnir að lána okkur Íslendingum peninga! Tilfinningin svolítið eins og ég fengi lán úr sparibauknum hjá Victori jr. þó hann mundi örugglega setja fleiri skilyrði fyrir láninu en Færeyingar!

Stjörnuspá dagsins finnst mér skemmtileg svo ég ákvað að skella henni með.

Naut: Það er meira áríðandi að vita hvað þarf að gera, en að gera það. Það er viturlegt að hefjast ekki handa við verkefni dagsins án þess að skipuleggja sig.


s.s. aldrei að gera neitt í dag sem þú getur gert á morgun!

1 ummæli:

OFURINGA sagði...

Skilaði hann á mánudaginn??? Díses kræst! Ég ætla að fylgja þér...klára undir morgun og prenta útí skóla. Það opnar held ég 6:30, svo við erum í fínum málum!