27 október 2008

alltaf að græða....

græddi heilan klukkutíma í gær þegar Svíar og aðrir Evrópubúar (nema Ísland) færðu klukkuna aftur um 1 klst. Munar um minna þegar maður er í heimaprófi! Það er s.s. orðið bjartara fyrr á morgnana en svona almennt fyrir EKKI morgunmanneskjur eins og mig er að sama skapi komið myrkur fyrr eða um fimmleytið á daginn. Hmm.. veit ekki hvort ég er svo hrifin af þessu...var það ekkert sérstaklega þegar ég bjó í York og hef ekki enn fundið morgunmanneskjuna í mér...kannski er hún bara ekki til staðar. En allavega þá er ég sem sagt í heimaprófi sem gengur hægt en gengur þó, ég þarf þó víst ekki að örvænta miðað við stjörnuspánna mína í dag:)
Naut: Þér finnst þú vera að missa af vissum lærdómi eða að það séu gloppur í vitneskju þinni. Reyndin er sú að þú er frumlegri og einstakari því þú ert ótamin

Svo nú er ég búin að ákveða að pósta stjörnuspánni minni á hverjum degi svo ég geti deilt þessari dásemd með öðrum...nema þegar stjörnuspáin er leiðinleg...þá á hún við HIN nautin EKKI mig.

Tókum okkur annars smá pásu á föstudagskvöldið frá lærdóm og skelltum okkur á
barinn...


Trisha, Jonathan og Cissi


Facebook profile-mynd


Inga og Elin í góðum fíling


Elin var mjög impóneruð af pósunum okkar Ingu

Engin ummæli: