05 desember 2006

jamm og jæja...

ja hérna hér..lærði nákvæmlega ekki neitt um helgina svo nú er ég búin ða lofa að vera svaka dugleg í vikunni og um næstu helgi... Ursula kom nefnilega um helgina svo það fór mest af tímanum í að drekka bjór...tókst að fara á Ölstofuna á fimmtudags, föstudags og laugardagskvöld...átti svo rólega stund á Hressó á sunnudagskvöld, varð samt rosalega pirruð þegar ég pantaði mér heitt súkkulaði með þeyttum rjóma og fékk það í háu glerglasi með RÖRI!!!!! ég meina hverjum dettur þetta í hug...hef samt orðið vör við þetta trend á öðrum stöðum en ég get varla komið í orð hvað mér finnst þetta heimskulegt...t.d. þá getur maður ekki haldið um glasið því það er svo heitt og ekki er neinn hanki, og rörið...finnst ég ekki einu sinni þurfa að minnast á það heimskudæmi!!! en ég sem sagt var voða kurteis og ákvað að reyna að leyna pirringnum og bað stúlkuna sem færði mér þetta, vinsamlegast um fá heita súkkulaðið mitt í BOLLA!...það kom svo í bolla en EKKI á undirskál og engin teskeið!..svo ég varð aftur voða kurteis og bað um undirskál og teskeið.
mér fannst þetta frekar spees allt saman og fór allt í einu að spá hvort að það endar einhvern tímann á því að þegar maður er að panta sér mat á veitningastöðum að maður þurfi þá að taka fram hvernig maturinn á að vera borinn fram og í hverju. "Ég ætla að fá súpu, takk; í súpuskál og með skeið"

Annars fór ég upp í hlöðu í dag, hitti Bryn í kaffitstofunni þar í hádeginu og ætlaði svo að fara að læra. Fattaði svo að prófatíminn er byrjaður og ákvað að það væri örugglega allt fullt ðg ekki séns að fá borð, svo kom Inga og ég náði að sannfæra hana um þetta líka, þannig að ég var rosa dugleg í dag, var á bókhlöðunni frá ca. 13-17 en bara á kaffistofunni!

Engin ummæli: