21 september 2008

Léttir....

tölvan mín er ekki að hrynja..allavega ekki alveg strax! Skype-vandamálið er s.s. tengingin..líklega...Breki, tölvuséníið á heimilinu (sonur Rannveigar sem ég leigji hjá og býr á neðri hæðinni) segir að þetta sé líklega nettengingin en ekki tölvan mín:) En skjárinn er reyndar enn að slökkva á sér öðru hvoru en hver þar svo sem að sjá á einhvern tölvuskjá..ok ok..smá vandamál þar kannski en hún lifir vonandi fram á næsta sumar. En allavega hefur Breki verið að lenda í því að tengingin er svo hæg stundum að skype virki ekki alveg eins og það á að gera. Hann er reyndar með eitthvað voða tölvusystem og netþjón fyrir húsið og alles og er að hlaða niður fullt af efni þannig að það er kannski ekkert skrítið þó að tengingin sé stundum "over-crowded". Þannig að annað hvort verð ég bara að bíða færis þegar lítið er um að vera á netinu hérna heima eða fá mér svona "pung".... uhh... tölvupung sko. En svoleiðis apparat kostar 199 sek á mánuði svo hin fátæka námsmey verður líklega bara að bíða færis á netinu.

Engin ummæli: