17 september 2008

Ritskoðun á Nationalmuseum!

var á mjög áhugaverðum fyrirlestri í dag á Statens Historiska museum, yfirskriftin var:Hvaða gildi stjórna safnkosti safna og vali á safnkosti? og var í því samhengi verið að ræða hlutverk safna eða kannski frekar hlutverk safnkosts safna. Þar var bráðskemmtilegur breti að halda þennan fyrirlestur og talaði hann um marga áhugaverða hluti í þessu samhengi, en þó var það eitt atriði sem mér fannst sérlega skemmtilegt. Hann fór á sýningu á Nationalmuseum hér í Stokkhólmi en hugmyndin á þeirri sýningu var að inn á milli þess sem var á sýningunni voru athugasemdir frá listamönnum um sýninguna. Safnið hafði s.s. fengið nokkra listamenn til að "kommenta" á sýninguna og það sett upp á ýmsan hátt. Þar var svo videoverk frá listkonunni Zöndru Ahl sem sýnir heimildamynd með mikilli gagnrýni á safnið. Eitthvað líkaði stjórnendum safnsins ekki gagnrýnin svo þeir stöðvuðu sýningu verksins (lesa má frétt um þetta hér). Á meðan hann stóð við vídeoverkið sem var ekki í gangi og engin útskýring neinstaðar nálægt gekk fólk fram hjá án þess að spá í hvað ætti að vera á skjánum þar sem ekkert gaf til kynna hvað þetta ætti að vera eða hefði verið. Þegar hann sagði þetta þá stóð upp samanhert kona í salnum og truflaði fyrirlesturinn og sagðist vera ein af framkvæmdarstjórum sýningarinnar og það hefði verið ástæða fyrir því að sýning verksins hefði verið stöðvuð, hún hefði vakið hörð viðbrögð hjá almenningi en einnig hjá starfsfólki safnsins. Hins vegar væri öllum frjálst að sjá heimildarmyndina ef það er spurt um það! En eins og áður sagði þá er ekkert skilti sem segir það, fyrir þá sem vita hvað þetta er yfir höfuð hvað þessi skjár á veggnum á að fyrirstilla.
Uhhumm, ég og Inga fengum bara hroll þegar herta konan byrjaði að tala enda var hún bara fúl út í þennan breta sem var að gagnrýna safnið "hennar"...minnti mig á einhvern..kem því bara ekki alveg fyrir mig...anyone?

Engin ummæli: