22 september 2008

Bókasöfn!

jæja hér kemur annar röflpóstur um bókasöfn. Ég og Inga fórum í dag á bókasafnið í skólanum til að lesa...uhh..það var s.s allt í lagi fyrir utan að fólk hvíslar greinilega ekki á bókasafni háskólans í Stokkhólmi! Neihei það talar bara hátt og skýrt annað hvort i símann eða bara við hvort annað á göngunum, í stiganum, við hillurnar eða bara við LESBORÐIN! Ooog það tekur ungabörn með sér á bókasafnið...til að læra...þar sem allir aðrir eru að læra! Svo er það þetta blessaða flokkunarsystem...óþolandi...en það besta virðist þó vera að á meðan sænski pósturinn kann ekki stafsetningu þá veit bókasafnið ekki hvað eru fornöfn og hvað eru eftirnöfn hjá íslenskum fornleifafræðingum. Þannig eru t.d. Bjarni F. Einarsson og Adolf Friðriksson flokkaðir undir EIN og FRI en Kristján Eldjárn og Steinunn Kristjánsdóttir flokkuð undir KRI og STE.

Engin ummæli: