12 september 2008

Svensk personnummer!

þá er ég komin með sænska kennitölu og fer þá vonandi allt að virka hér í svíaríki. Hér er nefnilega nánast ekkert hægt að gera nema að hafa sænska kennitölu. Ég þarf m.a. að kaupa skólabækurnar mínar á netinu þar sem við erum svo fá í kúrsinum (erum 16) að bóksalan í háskólanum kaupir ekki inn bækur í svo fámenna kúrsa!! Hér er líka sama staðan og í York, þarf að ljósrita allar greinar þar sem ekki má gefa/selja nemendum hefti með ljósrituðum greinum. En við megum samt ljósrita greinarnar sjálf og borgum formúgu fyrir það! já það er margt í mörgu.. Annars er nóg að gera í skólanum, þarf einmitt að lesa nokkrar af þessum rándýru ljósrituðu greinum fyrir þriðjudag en þá er seminar...og það fer fram á sænsku...gaman gaman. En það gengu samt alveg ágætlega að skilja fólk hérna, helst Stokkhólmsbúar sem tala svo hratt að þeir eru illskiljanlegir en ég var t.d. á Medelhavsmuseet á miðvikudaginn með skólanum og þar var finnskur kennari með okkur og það mér finnst t.d. auðveldara, að skilja Finnlands-sænskuna heldur en Stokkhólms-sænskuna...en þetta kemur nú allt saman.

Engin ummæli: