á miðvikudaginn átti bryn afmæli svo ég ákvað nú að splæsa á hana út að borða..svona í afmælisgjöf..þar sem þessi bjáni keypti sér húfuna, meðan ég var í burtu, sem ég ætlaði að gefa henni...það má bara ekki líta af henni svona eins og 1 helgi þá gerir hún eitthvað svona...hmmpf. en allavega þá fórum við rosa gott út að borða með nicolu og dagný og borðuðum svo súkkulaðiköku þegar við komum heim..nammi namm.
er annars orðin svoldið upptekin af e-bay...umm er búin að kaupa mér jakka og kjól sem ég er að bíða eftir að fá sent...ég og sandra uppgötvuðum það t.d. að með skype og e-bay við hendina getum við verslað saman.hehehe.. hér eru myndir af jakkanum og kjólnum..voða fínt alltsaman..


1 ummæli:
Oh en hvad thad er patent!
Skrifa ummæli