16 nóvember 2005

Eg er fikill....

í sokka, nærföt, skó, nammi og örugglega eitthvað fleira...fór að versla aðeins á mánudaginn eftir að hafa verið heima í 3 daga að skrifa ritgerð....ákvað að mig bráðvantaði leðurstígvél og buxur...kom heim með fullt af sokkum, nokkrar nærbuxur og pils...sem þýðir að ég þarf auðvitað að fara í bæinn aftur og finna buxur og leðustígvél :)
En svona að allt öðru...þá skilaði ég inn fyrstu ritgerðinni minni þessa önn á mánudaginn..það var mikill léttir þar sem bókasafnið er búið að gera allt í sínu valdi til að gera mér lífið leitt. var að spá í að segja því stríð á hendur...spurning um hernaðaráætlun...nokkrar hugmyndir komnar fram:
Tillaga 1: skila engum bókum á réttum tíma! þetta plan hefur hins vegar nokkra galla..m.a það kemur mest niður á sjálfri mér þar sem ég þarf að borga 20p á hverja bók fyrir hvern dag framyfir lánstíma og ég yrði fljótt óvinsælasti nemandinn.
Tillaga 2: fela allar þær bækur sem ég þarf að nota hingað og þangað um bókasafnið! gallar: mjög miklar líkur á að ég gleymi hvar ég faldi bækurnar og ef ég skrifa það niður á blað þá týni ég örugglega blaðinu.
þannig að þessi plön eru kannski ekki alveg að virka en allar hugmyndir eru vel þegnar!!!

Setti in mynd af camper stígvélunum mínum svona fyrir alla þá sem ekki hafa fengið tækifæri til að dást að þeim...
(Ath. hægt er að smella á myndina til að stækka hana, svona til að geta dást betur.. hehe)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

guggulegustu skór í heimi!
tek til baka öll komment sem ég hef áður sagt um að þessir skór séu ljótir. annars myndi fyrsta setningin hljóma sem mikið diss. þeir eru rosa sætir!