21 nóvember 2005

13,3*C...

var hitastigið inn í húsinu!!! þegar ég vaknaði í morgun..svaf í náttfötum, rútusokkum og flíspeysu..ekki skrítið að manni langi ekki frammúr á morgnanna þegar það er næstum jafnkalt inni og er úti!!..

gerðist svo fræg að fara í bíó í gærkveldi..varð nú fyrir hálfgerðum vonbrigðum með sjoppuna..frekar fátæklegt úrvalið þar..númeruð sæti..fellur ekki í kramið hjá stubbum..og svo slökktu þeir ekki einu sinni öll ljósin og þar fyrir utan er næstum jafndýrt að fara í bíó hér og heima á fróni..hmmm en fer nú sennilega aftur..ætluðum nefnilega á harry potter en það var uppselt svo við fórum á kiss, kiss, bang, bang...hún var bara nokkuð ágæt..

er enn í stríði við bókasafnið..var þar áðan að ná í bækur sem mig vantar en fann ekki 3 eða 4 þeirra...sem þýðir að eitthvað helv..pa..er að lesa þeir inn á safninu án þess að taka þær að láni..óþolandi..en ekki svo að ég geri þetta ekki sjálf...bara pirruð þegar mig vantar bækur sem ég finn ekki.

er annars farin að huga að jólagjafainnkaupum..er aðallega búin að finna eitthvað sem ég get gefið sjálfri mér... en þarf nú víst að spá í mafíuna líka....eruð þið systur mínar með eitthvað í huga? (Minni á að ég kem heim 19.des..get verslað eftir þann tíma eða hér úti)...er reyndar búin með púkann minn og er með sitthvað í huga fyrir thelmulinginn..
já jólin koma, jólin koma...

2 ummæli:

OFURINGA sagði...

Thad er sama vandamal her a bae! En hiti og rafmagn eru innifalin i verdi svo vid fjarfestum bara i svona hitablasara...rosa snidugt apparat!
EN herna kostar um £3.75 fyrir studenta...og oll ljosin slokkt...og i haskolabioinu er seldur bjor!!! Get ekki kvartad yfir bio-menningu i Belfast!

bryn sagði...

meigum við koma í bíó hjá ykkur?