20 nóvember 2005

Er i losti...

yfir forngripaverslun hér í bæ...álpaðist inn í eina slíka í gær og komst að því að þar get ég keypt t.d steinaldar exi, járnaldar verkfæri og skartgripi og sitthvað fleira sem hugurinn gæti girnst...þetta er alveg ótrúlegt og þetta eru alvöru munir sem hafa fundist einhverstaðar í uppgrefti eða eitthvað slíkt árið sautjánhundruð og súrkál...ég þurfti bara næstum því áfallahjálp eftir að hafa séð þetta svona með mínum eigin...hef að sjálfsögðu heyrt um að svona gripir væru til sölu en þetta var bara of raunverulegt..finnst að þetta eigi að vera á safni en ekki inn í stofu hjá einhverju fólki út í bæ. til að jafna mig eftir áfallið þá varð ég bara að gjöra svo vel að versla mér leðurstígvél...kemur algjörlega í staðinn fyrir áfallahjálpina...þetta eru trufluð stígvél og ég er að sjálfsögðu brjáluð pæja í þeim..(sýni ykkur mynd af þeim seinna)..

Engin ummæli: