27 nóvember 2005

kom haglel...

í ca. 5 mínútur á fimmtudaginn en svo breyttist það strax í rigningu...þetta er eina sýnishornið af snjó sem við höfum fengið hér í jórvíkinni...bíð samt spennt þar sem ég er búin að heyra að allt fari bara í panik ef það er 2-5 cm snjór á götunum...
fór til leeds í gær..það var mjög gaman..fórum nokkur saman og skoðuðum okkur um, versluðum og fórum á þýskan jólamarkað sem er haldin þar fyrir hver jól..hann var auðvitað ekki jafnstór og markaðirnir í þýskalandi en samt mjög gaman að fara þangað...fórum svo á pöbbarölt og tókum svo lestina heim rúmlega 1 í nótt...og ég og bryn sáum það að við þurfum að fara þangað aftur til að versla..very very good að versla þar.
er annars alveg nóg að gera akkúrat þessa dagana, var í prófi á miðvikudaginn síðasta og er að fara í skriflega prófið í köfun á morgun..vona að ég nái því nú svo ég verði þá skriflegur kafari eins og mamma hennar ingu segir :) og svo á ég að skila inn síðustu ritgerðinni 5. des..veit ekki enn hvort ég er að fara í próf 12-15. des...þar sem deildin er ekki enn búin að ákveða hvað þau eigi að gera við okkur þrjár...erasmus skiptinemar setja greinilega allt í steik í deildinni okkar...en allavega þá eru þau enn að ákveða hvort þau eigi að láta pófið á miðvikudaginn gilda sem einkunn hjá okkur eða hvað því lokaprófið er nefnilega samansett úr 3 kúrsum en við erum bara í 1 af því að við erum skiptinemar...en það kemur vonandi fljótlega í ljós.

1 ummæli:

OFURINGA sagði...

Thu varst kitlud og klukkud...alveg ovart! Thum att bara rada hvort thu gerir!