05 desember 2005

Erfið fæðing...

í nótt..var að rembast við að koma frá mér ritgerðinni minni í víkingunum...gekk soldið erfiðlega en loksins leit meistaraverkið dagsins ljós nú undir morgunsárið..er farin í prófarkarlestur..vona að hún komi ekki illa sködduð út úr því..held annars að skáldagyðjan hafi yfirgefið mig..hún hefur kannski verið hrakin í burtu af svefnpurkinni..hún er sko ekki að fara að yfirgefa mig..það gerist bara þegar ég er í fríi en allavega þá bæði klukkaði og kitlaði ofur-ingan mig svo það er best að gera eitthvað í málunum...

7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
læra esperantó
ferðast um allan heiminn
læra að safna peningum
eignast bragga (sko bílinn)
verða listdansari á skautum (byrja að æfa núna þá næ ég þessu svoan um fimmtugt)
senda umferðaráði jórvíkur kvörtunarbréf vegna arfalélegra almenningssamgangna í borginni
læra í 1-2 löndum í viðbót

7 hlutir sem ég get:
talað hratt og mikið
skrifað ritgerðir og verkefni á nótunni
eldað og bakað (fyrirmyndarhúsmóðirin ha!)
verið voða aumingjaleg þegar ég bið pabba um að fá lánaðan bíl
horft á teiknimyndir og finnst það frábært
verslað á e-bay
talað við sjálfa mig

7 hlutir sem ég get ekki:
opnað augun oní vatni
þagað mjög lengi í einu
borðað hvítt súkkulaði
borðað rauðan lakkrís
verið á undan áætlun með e-ð
verið ánægð með almenningssamgöngur í jórvíkinni
beðið eftir því að fara til rómar....

7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið:
göngulag
bros
hendur
húmor
klæðaburður
skór
vaxtarlag

7 þekktir sem heilla:
Alex Kapranos
Paul Bettany
Jonathan Rhys-Myers
Gael Garcia Bernal
Söngvarinn í Maroon5
Colin Farrel
Ewan Mcgregor

7 orð/setningar sem ég segi oft:
ó fokk
Guðbjörg Melsted þú ert nú meiri hálfvitinn
úpps æjæj
Jæja
frábært
jíbbí
borða ekki soleiðis

7 hlutir sem ég sé núna:
tölvan mín
fataskápurinn minn
fullt af bókum og blöðum
ipodinn minn
nængurverið mitt
tóma fanta flösku
fullt af öðru drasli í herberginu mínu

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með ritgerðina. Er í stórkostlegum vandræðum með að berja saman mín ritgerð í kennilegri fornleifafræði(þrátt fyrir mikla hjálp víðs vegar að)... margt af því sem kom fram í klukkinu er mjög satt (alls ekki illa meint)

OFURINGA sagði...

Hvenaer ertu ad fara til romar??
Hvenaer faridi heim um jolin?
Hvad verdidi lengi tharna (fram a vor)?