09 maí 2007

niðurtalning hafin...5 dagar i uppgröft!

ég hlakka svo til..
ég hlakka alltaf svo til...

ég hlakka til að fara að grafa..úti á landi..í pollagalla/kuldagalla og gúmmítúttum/gönguskóm og endurnýja vinskapinn við múrskeiðina mína eða míns eigins eins og sumir segja...

fór að kafa á mánudaginn í Kleifarvatni..gekk ekkert rosavel..vandræði með lóðin bæði hjá mér og Bryn...ég var annað hvort að detta fram fyrir mig eða á hlið svo ég ætla að leita betur að lóðabeltinu mínu þannig að vonandi gengu betur næst..var samt skítkalt..vatnið var um 2-3 gráður svo Bryn missti tilfinningu í 2 puttum eða fleirum og ég dofnaði í vörunum og missti tilfinningu í þeim...þegar við komuð upp úr voru svo varirnar á mér svo bólgnar að ég veit núna hvernig það er að vera með silikon í vörunum..hahaha..en samt geðveikt gaman. Er farin að sjá köfun í 10-12 gráðu sjó í september í hillingum:)

svo er það Eurovision á morgun..forkeppnin náttlega og svo aftur á laugardag...mm grill og gaman..

1 ummæli:

OFURINGA sagði...

Hverig er skyggnið þarna í Kleifarvatni? Eruði búnar að kaupa þurrgalla?
10°-12°gráður er bara ferlega ljúfar. Reyndar var ég í semi-dry og var orðið rosalega kalt eftir u.þ.b. hálftíma.