05 nóvember 2009

mamma, pabbi og strumpur.

að sjálfsögðu hefur verið heilmikið um að vera hjá mér síðan síðast. Vöntun á bloggi síðasta mánuðinn eða svo skrifast eingöngu á almenna leti. Mamma mín og pabbi komu í heimsókn 22. okt. og voru í tæpa viku. Skoðuðum borgina, fórum á Vasamuseet en ég gleymdi myndavélinni aftur (í 3ja skiptið sem ég fer þangað) þannig að ég get ekki sýnt ykkur myndir af því, sver samt að ég hef komið þangað. Borðuðum líka heil ósköp (ég er s.s. nýfarin að þurfa að borða aftur) og versluðum lítillega en rúntuðum aðallega í almenningssamgöngum borgarinnar s.s strætó, neðanjarðarlestum, ferju og sporvagni. Held að hann faðir minn hafi farið oftar í strætó á þessum 5 dögum heldur en alla sína ævi! En nú eru þau sem sagt farin heim og ég er aftur orðin fátæk og svöng.

mamma mín og pabbi minn í ferjunni á leið út í Djurgården.

tókum svo sporvagninn tilbaka.

Um síðustu helgi ákvað ég hinsvegar að vera strumpur bara svona í tilefni að því að það var laugardagur og þið sem þekkið mig vel vitið hvað mér finnst gaman að grímubúningum!

Þema kvöldsins var Kvartandi Nágrannar og tókst svona líka ljómandi. Eina partýið sem ekki var slegið af vegna velheppnaðs þema var þetta:

Engin ummæli: