06 júní 2007

sol, sol skin a mig..allan daginn...

í sól og sumaryl er ég að grafa á Reyðarfirði..hitamælikvarðinn er s.s að ég er farin úr gammó..úff og þá er sko heitt!! þó er reyndar smá vindur svo ég er nú ekki farin á hlýrabolinn en það kemur að því með þessu áframhaldi. Allavega...gistiaðstaðan okkar er inn á Eskifirði í gömlu rækjuvinnslunni og svo erum við í mat inn á Mjóeyri utar í Eskifirði þar sem er einhverskonar ferðaþjónusta..rústin okkar góða er svo á Mjóeyri..þó ekki þeirri sömu..heldur er þessi Mjóeyri rétt fyrir utan Reyðarfjörð...
mikil hugmyndaauðgi í nafngiftum á Austfjörðum!! en hún er sem sagt á hafnarsvæðinu við álverið eins og sjá má..


vinnuskúrinn okkar og klósettið er ekki enn komið en hinsvegar er búið að fara vel og vandlega yfir öryggisreglur á svæðinu með okkur og ekki stóð á að koma til okkar nýjasta tískufyrirbrigðinu hér á fjörðum...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahahah hrikalega flott öryggisgleraugu...hjálmarnir minna óneitanlega á ónefndan amerískan fornleifafræðing sem starfar stundum í skagafyrði og er alltaf með hjálm.. Gangi ykkur vel og passið ykkur á öllum hættunum. Lesið þið vel kaflan um hvernig ber að varast slys á skrifstofum hann er mikilvægur !!