29 maí 2008

Lýst framan í mig!

Fékk svona líka bráðupplýsandi útskýringar frá Stokkhólmi varðandi B.A. gráðuna mína. Nú segja þeir að "transcript papers" séu ekki nóg heldur vilji þeir einnig fá prófskírteinið sjálft! Þið vitið..þetta fancy pancy með latínunni og skrautskriftinni. Ég tjáði þá viðmælanda mínum hjá háskólanum að eins og allstaðar annars staðar þá fengi ég bara eitt eintak af þessu skírteini og ég léti það ekki af hendi og þar sem allir pappírar til þeirra ættu að vera "official papers" vottaðir af háskólanum þá væri þetta vandamál. Konan sem ég talaði við sagði mér þá bara að taka ljósrit og senda það!! Ég er ekki alveg að treysta þessu fólki. Fyrst á allt að vera "official" vottað, með stimpli og vatnsmerki og hvaðeina svo það sé nú öruggt að maður sé ekki að dunda við það heima hjá sér að föndra háskólagráður og svo er allt í einu orðið nóg að "bara ljósrita þetta"..hmmmm..veit eeekki alveg með þetta allt saman.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Var að lesa grein um fórnleifauppgröft og sá nafn sem ég kannaðist við og leiddi mig hingað.
Sendu mér endilega póst fiskaspjall@gmail.com
Kv. Hlynur.

Guggan sagði...

uhh..mamma mín sagði að ég mætti ekki fara upp í bíl með ókunnugum né spjalla við ókunnuga á netinu.