14 júní 2008

taka tvö

jæja þá er önnur tilraun til sundlaugamátunar hafin. Gekk ekki eins vel í fyrrasumar og ætlunin var en þó mátuðum við Sindri sundlaugar á Eskifirði, Egilstöðum og Neskaupsstað og nú í dag voru miklar umræður okkar stelpnanna (Ingu, Söndru, Bryn og mín) í lauginni Höfn um ágæti hinna ýmsu lauga víðsvegar um landið. Niðustöður eru m.a. að samkvæmt Ingu er sundlaugin á Bolungarvík ekki góð, mér persónulega finnst laugin á Neskaupstað mjög góð þó að annar heiti potturinn hafi verið svo sleipur að varla var hægt að sitja í honum en vaðlaugin bætir allt. Rennibrautirnar á Eskifirði standa þó fyrir sínu. Akureyri kemur svo sterk inn og svo fær sundlaugin í Svínafelli nokkur prik fyrir að vera hringlaga! Endilega ef þið viljið koma ykkar uppáhalds sundlaugum á kortið þá tjáið ykkur! úpss gleymdi næstum Seljavallalauginni gömlu...þið vitið þessari úr myndinni punktur punktur komma strik, hún er náttlega nostalgían sjálf....

Engin ummæli: