Nú er ég flutt enn á ný...í þetta sinn aftur á Hótel Mömmu. Fékk helling af fólki til að aðstoða við flutningana svo þetta skotgekk og svo var bjór og kökum dælt í mannskapinn á eftir. En nú er ég s.s. ekki lengur miðbæjarrotta heldur orðin úthverfaplebbi aftur...eða eins og Gústi sagði: "you can take the girl out of Grafarvogur but you can´t take the Grafarvogur out of the girl" Veit ekki alveg hver meiningin var hér en langar bara ekkert að vita það. Dagurinn endaði svo í matarboði þar sem foreldrar Gústa komu í mat þar sem Gústi var orðin svo hífaður að hann sá ekki fram á að geta farið heim og eldað.. svo að ég, Ursula og Helga(kærasta Gústa) elduðum og matarboðið var haldið hjá okkur ..sem er eiginlega ekki lengur hjá mér..heldur hjá Ursulu! Mun taka smá tíma að venjast þessu en það kemur...
Allavega, niðustaðan er þessi: ég á hrikalega mikið af dóti! Og á svo sannarlega eftir að eiganst meira! Gústi kommentaði reyndar á þetta og spurði hversu mörg borð ein dama þarf að eiga!
Eitt nýyrði kom líka fram:
Ellimannasafnið = Þjóðminjasafn Íslands
Þetta nýyrði var í boði Gústa.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli