21 nóvember 2007

Tík aldarinnar?

15 ára gömul tókst mér víst að valda bestu vinkonu minni eftirminnilegustu ástarsorginni...í laugardagsblaði DV er nefnilega viðtal við Þóru æskuvinkonu mína þar sem hún rifjar upp að strákur sem hún svaf ekki yfir (og var fjarlægðarástfangin af allann grunnskólann), Atli og ég "byrjuðum saman".. úpps. Þetta hafði þó ekki djúpstæð áhrif á vináttu okkar á sínum tíma þar sem "sambandið" stóð nú ekki lengi yfir...ekki missti hún vinkona mín þó af miklum feng..þar sem téður drengur var síðast þegar ég vissi nýkominn úr meðferð og þar áður frétti ég af honum sem sakborningi í fjársvikamáli!!! Svo var hann heldur ekkert góður í sleik!

2 ummæli:

OFURINGA sagði...

Úff Gugga. Hvernig geturðu feisað lífið? Mér finnst að þú ættir að fara heim til þín, setjast útí horn og skammast þín rækilega!!!

Guggan sagði...

já ég veit..er að spá í 12 spora dæminu..þú veist.. horfast í augu við misgjörðir og fá fyrirgefningu..