12 nóvember 2007

Stokkholmur!!!

jahá ferðin til Stokkhólm var frábær...skoðuðum söfn og skrifstofur og háskólann...borðuðum góðan mat og versluðum soldið og LÖBBUÐUM..út um alla borg liggur við. En þetta var mjög skemmtilegt allt saman og fengum góðar viðtökur á fornleifafræðideildinni og skoðuðum þar allt hátt og lágt og mér leist rosalega vel á námið þar..svo vel að ég er búin að segja upp vinnunni og íbúðinni og er að flytja í janúar..nei djók. En allavega þá er ég ennþá spenntari fyrir Stokkhólmi en ég var (og var ég alveg nógu spennt) svo hann er enn efst á lista ...allavega þangað til e-ð annað kemur í ljós. Kannski er heldur ekki svo gott fyrir mig að vera skoða of mikið af svona skólum..verð svo spennt fyrir þeim öllum að ég gæti kannski bara endað í viðskiptafræði í Þýskalandi..hmm

3 ummæli:

OFURINGA sagði...

Hvað segur, er það svo ekki bara dýrabeinafræðin??

OFURINGA sagði...

neineinei...ekki "segur" heldur "segiru"

dax sagði...

viðskiptafræði getur hent besta fólk, passaðu þig nú