13 febrúar 2006

frosnar margaritur!

þarf að segja eitthvað meira um laugardagskvöldið?
kannski svona fyrir þessa allra forvitnu...
afmælið á laugardagskvöldinu var haldið á spænskum veitingastað/tapas bar og það var mikið fjör..mikið drukkið og mikið dansað..undir lokin reyndar farið að minna pínu á svona slóvakíu stemmningu = almennt minnisleysi ofl....kannski ekki skritið þegar komið er í tveggja stafa tölu í margarítum!
en london var náttúrlega sem áður skemmtileg og fólkið líka..sunnudagurinn var svo bara tekinn með ró uppí rúmi og á sófanum..fór reyndar út að borða um kvöldið á indverskan veitingastað..svo lestin tekin heim til jórvíkur um kl.22.00.

08 febrúar 2006

we can do it!

er mottó okkar kvenna hér á 74 sutherland street...ákváðum eiginlega bara svona óvart að ráðast í stórframkvæmdir hér í húsinu..nánartiltekið herbergjunum okkar bryn...ég og nicola fórum neflilega í ikea og misstum okkur aðeins..fataskápur, kommóður, náttborð og gardínur var meðal þess sem kaypt var...sáum svo þegar við rifum niður fataskápin í herberginu mínu hvað veggfóðrið fór í taugarnar á okkurað við ákváðum að rífa það af áður en við settum upp nýja skápinn. nú fyrst við vorum byrjaðar þá ákváðum við líka að rífa teppið af gólfinu og pússa upp gólfborðin!!! nú og svo þar sem við erum byrjaðar á stórframkvæmdum þá er nú lítið mál að taka herbergið hjá bryn líka!!! já það er ekki að spyrja að dugnaðinum á þessum bæ... erum búnar að panta pússningavélaeitthvað (man ekki hvað svoleiðis heitir) um þar næstu helgi svo við getum dúllað okkur við að klára að taka veggfóðrið og teppið af báðum herbergjum þangað til...
hér fyrir neðan má sjá ljótu skápana sem við rifum niður, veggfóðrið að koma af og svo urðum við að setja saman smá af húsgögnum. nicola keypti þetta líka afar skemmtilega gufutæki til að ná veggfóðrinu af...


fleiri myndir af þessum stórframkvæmdur ykkur örugglega til skemmtunar eru í myndahlekknum undir jórvík...