05 maí 2009

í tilefni dagsins

ákvað ég að deila einhverju með ykkur. Fékk trilljón afmælisóskir í dag m.a frá Ingu, Söndru, mafíunni og konunni á pósthúsinu. Fékk líka pakka



Í pakkanum sem var frá mafíunni var þessi dásamlegi fjólublái Forynju-hettupeysukjóll


Frá Manna fékk ég líka þennan yndislega kveðskap sem ég pósta hér án leyfi höfundar en þar sem þetta er MÍN afmælisgjöf þá hlýt ég að eiga þær.

Kveðju ég sendi þér kæra,
kyrja fuglar sumarbrag.
Lúin samt en þarf að læra,
Lífið bíður góðan dag.

gráttu ei ó gugga mín,
þótt gömul sé bæði og fúinn.
þótt línurnar hverfi og lífsorkan dvín,
og æfi þín líklega búin.


Inga leyfði mér líka að ráða í dag í uppgreftinum okkar, ætlaði að vera búin að baka köku og koma með í dag en heilsan á sunnudaginn leyfði ekki slíkt. Skulda þér köku Inga.
Hélt svo líka upp á daginn með að fara í tásuviðgerð, fann eina frábæra tásuviðgerðakonu í hverfinu mínu svo nú get ég búið endalaust í Stokkhólmi með tásuviðgerðakonu og dásamlegan klippara (sjá flottu klippinguna mína í fyrri pósti :)).
Það var frekar kalt í dag sem var svindl af því +eg var búin að panta spes afmælisveður en það var svo kalt að ég var í gammó og Inga líka, var samt ekkert að spyrja hina grafarana með okkur hvort þau væru líka í gammó en kannski tékka ég á því á morgun.

Einhverstaðar las ég að maður ætti alltaf að taka mark á draumum sem maður dreymdi á afmælisdaginn sinn svo hér kemur hann:

Dreymdi að ég væri komin heim til Íslands og ætlaði í háttinn. Kom mér fyrir til fóta í rúminu hjá mömmu og pabba!
Held að draumar séu bara bull og vitleysa og ekkert mark takandi á þeim.
Eða er sjálfið kannski 3 ára en ekki 23 ára?

Orð dagsins: standandi snúrur = þvottagrind

Engin ummæli: