17 maí 2009

ljótukjólavision - úrslit

því miður fóru úrslit Júróvision söngkeppninnar ekki á sama veg og mín úrslit í ljótukjólavision sem ég verð eiginlega að breyta í ljótuklæðavision vegna Ameríska keppandans (sem keppti fyrir Þýskaland því USA er ekki enn komið í keppnina) því hann flaug inn á Topp 5 í þessum klæðum!


Eins og sannaðist með ameríska þjóðverjanum þá er nauðsynlegt að koma með nýtt blóð í aðalkeppnina því eitthvað verður mitt illkvittna hjarta að hafa til að gleðjast yfir á lokakvöldinu. Skemmti mér einmitt konunglega yfir hinni spænsku Sorayu og kjólnum hennar.

Hönnuðirnir hafa greinilega ruglast á Eurovision Song Contest og European Figure Skating Championships!

Albanska atriðið úr dótabúðinni olli mér dálitlum ugg.

Græni gæinn er bara krípi (svo maður sletti á góðri íslensku) og stúlkan hefur ákveðið að fylgja þemanu með snípsíðum kjól en ólíkt öðrum keppendum (lesist Rúmenía og Úkraína) var hún stjörf af ótta við að það sæist hvort hún færi í Brazilískt eða ekki!

Uppáhaldið mitt og í mínum huga sigurvegari keppninnar er samt enn Svetlana frá Úkraínu.

Hlakkaði mikið til að sjá í hverju stúlkan sú myndi klæðast að ári.

Vildi óska þess að Júróvision væri svona 3 sinnum á ári því betri skemmtun yfir ljótum klæðnaði er vart hægt að hugsa sér. Þarf ég virkilega að bíða í ár eftir að geta tekið gleði mína á ný?

Engin ummæli: