07 maí 2009

allan daginn út´um bæinn

Byrjaði í feltkúrsi í Karsvik í Bromma á mánudag. Ég og Inga, íslensku sérfræðingarnir, erum soldið sér á báti þar sem við erum í öðru prógrammi heldur en allir hinir og ráðum okkur því svolítið sjálfar s.s. við liggjum í sólbaði allan daginn. Við erum aðallega að taka fosfatsýni á svæðinu okkar og fyrir utan það til að geta kortlagt allt svæðið.
Virkar reyndar pínu eins og við nennum ekki að "hanga" með hinum. En við erum allavega að rannsaka nokkuð stórt svæði með fjölmörgum rústum á, allt frá eldri bronsöld (sennilega) til víkingaaldar. Fékk smá kennslu á tvímennings alstöð í gær sem var bara nokkuð skemmtilegt, fullt af tökkum til að fikta í, en svo erum við með aðra alstöð sem maður getur notað einn og ég á eftir að læra almennilega á hana. Annars er ekkert mikið annað um að vera þessa dagana, fór á Serrano í gær í Vällingby sem er stutt frá Karsvik en laaangt heiman frá mér. Fékk mér minn eigin spes burrito sem var rosalega góður svo ég og Inga erum að spá að fara aftur í næstu viku og fá okkur annan fix. Á morgun er ég svo að vinna inn á labinu að greina sýnin o.fl. svo ætlum við að grilla og drekka öl fyrir utan deildina í lok dags. Jättekul!

Engin ummæli: