21 september 2009

steinöld, já takk!

jæja þá er kannski komið að því að segja ykkur aðeins frá uppgreftinum. Ég er s.s. að grafa á stað sem heitir Korsnäs og er úti í rassgati eða rétt fyrir sunnan Tumba sem er svo aftur rétt fyrir sunnan Stokkhólm. Korsnäs er um 5000 ára gamalt steinaldar búsetusvæði með PWC menningu. Þar er líka Hare Krishna trúboðsmiðstöð en hún er samt bara 40 ára. Erum búnar að vera í 3 vikur að grafa þar og ættum að klára á morgun en það gæti breyst þar sem við fundum GRÖF í dag. Well, allavega hauskúpu og hún var náttlega úti í horni á svæðinu okkar svo við stækkuðum það um 1x1 í dag til að sjá hvort einhver beinagrind fylgir þessari hauskúpu. Náðum samt ekki að klára að grafa niður á það í dag svo enn er óvíst hvort þarna sé bara hauskúpa eða ekki. Því er soldið óvíst hvenær við náum að klára að grafa en sennilega í þessari viku, ég nenni barasta ekki að vakna kl.6 fram í október! En fyrir utan svona óeðlilegan fótaferðatíma (fyrir þá sem hafa ekki áttað sig á því enn er ég ekki morgunmanneskja!) þá er uppgröfturinn og steinöld geðveikt skemmtileg. Við erum með massor af gripum eða um 20kg af keramiki og nokkuð af fínum smágerðum gripum eins og míní keramikkrukku og míní örvarodd.


svæðið okkar er hvorki stórt(4x4m) né djúpt(50cm) en við erum með rúm 900 fundarnúmer!


pokar með keramiki en 1 svona poki kemur úr 50x50cm reit!


þennan hringlaga niðurgröft komum við niður á á fimmtudaginn og þar fann ég tvær mennskar tennur svo við héldum að þarna væri kannski gröf.


en sennilegast er hún hér við hliðina á.

Engin ummæli: