11 febrúar 2010

Þvottavélaþrjótar!

Þvottahúsið mitt hér á Lappis er óendanleg uppspretta pirrings og almmenna leiðinda. Fyrir utan að halda þvottinum mínum í gíslingu endrum og eins þá er það einnig fólkið sem gengur þar um sem á sök á hluta pirringsins. Bókunarkerfið í þvottahúsinu er nú ekki mjög flókið. Maður getur bókað 1 þvottatíma á dag og þá fær maður 2 vélar í 1,5 klst. og maður velur getur valið hvaða 2 vélar maður vill fá, að því gefnu að þær séu ekki þegar bókaðar, og svo er alltaf 1 vél sem er svona „á síðustu stundu“ vél. Allt er þetta skilmerkilega merkt og útskýrt á sænsku en þar sem meirihluti þess fólks sem býr hér á Lappis eru skiptinemar frá Suður-Evrópu og Asíu skilja þau ekki sænsku leiðbeiningarnar! Lendi ég þar af leiðandi í atviki eins og nú í morgun þar sem ég kom að stúlku sem var búin að dreifa þvottinum sínum í báðar vélarnar mínar og eina til en ekki í vélina sem hún átti sjálf bókaða!

Engin ummæli: