01 maí 2006

eg er löggiltur halviti..

eins og segir í laginu..hlusta þó ekki á HLH og Brimkló...æji já ég er alveg að slá í gegn þessa daganna í fávitaskap...var á leið í skírn í gær bara 2 klst of snemma þegar mér hugnaðist að líta á boðskortið meira svona til að tékka á heimilisfanginu og sá að ég átti að mæta kl. 15.00 en ekki kl.13.00 eins og ég var á leiðinni út úr dyrunum að gera..eftir að ég var búin að pressa buxurnar mínar á röngunni! hollráð dagsins eru s.s... ekki pressa fötin í þynnku og á síðustu stundu! en þetta hafðist á endanum allt saman og barnið var nú skírt og allt.. það var verið að skíra dóttur ann og tóta og heitir snótin sara björk..allt fór þetta mjög siðmenntað fram og stúlkan vakti..aldrei þessu vant!
en svona að allt öðru.þá er ég að fara til rómar eftir 16 daga.. sandra er búin að finna allt sem við þurfum að vita og skoða í róm og merkja það inná kort svo nú getum við strollað um róm næstum eins og innfæddar...fyrir utan það smáatriði að við hvorki tölum né skiljum ítölsku en eins og ég sagði þá er það bara smáatriði..jamm jamm við eigum örugglega eftir að slá í gegn þarna í róm...
annars er ný viðbót í nýyrðasmíðina..freyðivatn (sódavatn)..og þakka ég söndru fyrir hennar innlegg...allt svo ég komi nú betur út...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já, verði þér að góðu. fljótlega mun enginn skilja orð af því sem fer okkar á milli.

Guggan sagði...

jebb..svona eins og fjölbílastæði, höfuðleðurskúpa, freyðivatn o.fl.

OFURINGA sagði...

Hofudledurskupa...hmmm. Mer heyrist ad eg muni ekki skilja stakt ord thegar eg kem. En eg er lika buin ad vera svo lengi i utlanda ad eg tala litla islanska. Eg aetla lika ad taka med mer nog af DVD og bokum og tha tharf eg ekkert ad tala vid neinn...bara glapa :)

OFURINGA sagði...

Til hamingju med afmaelid kona god!