22 apríl 2006

sumarið er komið og sólin leikur ekki um mig...

en mun að sjálfsögðu gera það í róm! já já það er nú innan við mánuður þangað til ég fer til rómar..liggaliggalái..hlakka mikið til...annars er maður eitthvað ekki alveg vakandi þessa daganna...er enn að baksa við verkefnið mitt þar sem leitin er ekki enn búin..klára hana vonandi í næstu viku..er soldið upptekin nefnilega við að vinna niðrí björgun...sem þýðir að ég fæ vonandi almennilega útborgað um næstu mánaðarmót...
fór með fræðafélaginu á djammið síðasta vetrardag...það var fínt..erum bara svolítið týnd þar sem 22 er lokað og þá veit ég bara ekkert hvert ég á að fara...erfitt líf!

er svo að fara í laugina á köfunaræfingu á sunnudagsmorguninn kl.7.50!! er að reyna að ljúka réttindunum mínum en þarf að skipta úr bsac yfir í padi og það kostar mig meira heldur en allt námskeiðið úti! er alveg helill en verð bara að láta mig hafa það til að ljúka réttindunum...ekki nóg með að þetta kosti mikið þá þarf ég líka að taka skrattans skriflega prófið aftur!!! er frekar pirruð en það er bara því miður ekki um annað að ræða hér heima svo enn og aftur verð ég bara að bíta í það súra...og er ég nú ekki hrifin af súru bragði!

er farin að plana sumarið meir en næstu viku svo það verður allavega ekki lognmolla í sumar...kannski flyt ég bara í sumar eða haust..veit ekki alveg hvort eða hvert en það kemur allt í ljós...kom upp hugmynd hjá fræðafélagsmeðlimum að fara á þjóðhátið í sumar..dagný á alla sök á þessari framhleypni...en að sjálfsögðu var vel tekið undir svo nú þarf bara að kippa í nokkrar reimar og koma manni og mús til eyja...og svo auðvitað allar útilegurnar, fjallgöngurnar og partýin sem við ætlum í að það er mesta furða að ég hafi bara tíma til að vinna í sumar!

2 ummæli:

OFURINGA sagði...

Ja eg er til i holaradstefnu. En hun a ad kosta einhverjar fimmtanthusund kronur med gistingu, mat og skodanaferdum og einhverju. Erum vid tha ekki bara ad fara ad tjalda og eta eigin mat. Thetta er kannski ekkert svo dyrt en vid verdum tharna ekkert allan timann hvort ed er...

Guggan sagði...

Já við vorum einmitt að ræða þetta..erum búin á bæ 15. ágúst svo við gætum farið bara snemma á föstudeginum og náð í gott tjaldstæði...grillað og eitthvað..15.000 er nokkrum þúsundköllum of mikið!