02 nóvember 2006

heimili nr.7..

á þessu ári...jæja eftir að hafa búið mislengi á liðnu ári í hinum ýmsu póstnúmerum bæði hérlendis og erlendis..og meira að segja þar sem er eiginlega ekkert póstnúmer enda engin póstur borin út í svona afkima eins og Bása í Þórsmörk..hmm mætti kannski flokka það undir 861 Hvolsvöllur dreifbýli? allavega eftir að hafa farið í gegnum hluta að póstnúmerakerfisins s.s 112, 880, YO23 1HQ, 785 svo eitthvað sé nefnt, er ég nú komin í 101 og hef verið að máta það póstnr: síðastliðna viku eða svo. Grettisgata 44 er nýja heimilið mitt.. og annarra sem búa líka í húsinu..og finnst mér þetta alveg bráðskemmtilegt er m.a búin að taka óratíma að koma mér fyrir..þurfti líka aðeins að versla m.a. í Ikea og Góða hirðinum..gerði svona líka afspyrnugóð kaup á báðum stöðum. Sem betur fer þarf ég ekki að versla allt leirtau og annað..Ursula á slatta af hinu og þessu..fattaði samt að ég hef labbað út af síðasta langtíma heimili mínu með um það bil 2 stk handklæði, rifjárn, tertuspaða, kökuhníf og gulrótaskrælara!!! ég get allavega boðið í kökuboð ef gestirnir koma með diska, hnífapör og glös með sér...

ég er annars komin langt fram úr sjálfri mér varðandi námið...er meira að spá í hvaða kúrsa, háskóla, land ég ætti að fara í masternám...þegar ég er ekki einu sinni búin með B.A.-ritgerðina...ekki einu sinni langt komin með hana:( en nú er ég s.s. að spá í Uppsala, Lund, Stokkhólm, Gautaborg, Kaupmannahöfn ofl...annan hvern dag er ég svo búin að ákveða að bíða í eitt ár með að fara út..áður en ég veit af er ég svo farin að segja fólki að ég sé að fara flytja í lok ágúst á næsta ári...æji ég veit ekkert í minn haus..er samt í sænsku kúrsum svona til vonar og vara..ég get þá allavega beðið sæta strákinn sem býr við hliðina á mér í borg sem ég veit enn ekki hver er..né strákurinn..um að halda á töskunni minni án þess að hann haldi að ég sé klikkuð eða þaðan af verra:)

Engin ummæli: