07 október 2008

Þú brennir peninga...með því að...

vera á íslenskum námslánum í erlendu ríki í dag! Já já, íslenska krónan er farin að slaga upp í Zimbabve dollara í óstöðuleika og almennri vitleysu...veit varla hvort maður á að fara að versla í matinn í dag eða í næstu viku í von um að gengið lækki. Hinsvegar með að bíða gæti svo farið maður hefði ekki efni á að versla í matinn yfirhöfuð. Stórkostleg tímasetning að ákveða að fara í nám erlendis. Það kreppir verulega að skónum hjá íslenskum námsmönnum erlendis þessa daganna...bráðum komast þeir ekki í skónna! En fyrir utan almmenna fátækt er allt gott að frétta hér frá höfuðborginni. Er að komast á skrið með ritgerðina mína en í náminu mínu áttu helst að vera búin að ákveða hvað þú ætlar að skrifa um (eftir rúmt ár) áður en þú byrjar í náminu. Ég var ekki alveg svo framarlega á merinni með þetta en mánuður finnst mér nú bara býsna gott til svona ákvörðunnar. Er að fara hitta leiðbeinandann minn á föstudag og þá skýrist allt betur en ég mun gera einhvers konar griparannsókn frá Birka.
Var hinsvegar í semnari í dag um Pompeii (en þangað hef ég einmitt komið..ligga ligga lái) og las ofurspennandi grein um nýlega rannsókn á gusthlaupinu sem grandaði borginni árið 79 e.o.t. Þar er m.a. skoðað í hvað fasa af gosinu íbúrnir dóu, hvort það var í vikurfallinu sem kom fyrst, gusthlaupinu sem fylgdi á eftir eða vegna öskufallsins seinast og eitraðra gastegunda. Á greinina í pdf-skjali ef einhverjum langar að lesa..ok, nú er ég búin að nördast nógu mikið með fornleifafræði...svo að öðru...ég er að fara til Öland á mánudaginn næsta með skólanum að skoða fullt fullt af flottum fornleifum (var víst ekki alveg búin að nördast með fornleifafræðina) en þar eru bæði kumlateigar, steinsetningar og margt fleira áhugavert.

Engin ummæli: