Annars vorum við svo agalega menningarlegar...fórum á sýningu í Konstakademien þar sem verk vinningshafa og tilnefndra listamanna Carnegie Art Award voru til sýnis. Get hiklaust mælt með þeirri sýningu og ekki skemmir fyrir að það er engin aðgangseyrir. Þaðan skelltum við okkur svo á Moderna Museet og ráfuðum þar um heillengi að skoða það sem var í boði og var þessum 60 sek vel varið í aðgangseyrinn. Þar er m.a. ný sýning á verkum súrealistans Max Ernst. Það fannst mér stórkostleg sýning og gæfi mikið fyrir nokkur verka hans sem þar voru.
T.d. fannst mér þetta verk bráðskemmtilegt

La Vierge corrigeant l´enfant Jésus devant tres témoins: André Breton, Paul Éluard et le peintre, 1926
Ísl.þýðing: Hin heilaga jómfrú flengir Jesúbarnið fyrir framan vitringana þrjá: André Breton, Paul Éluard og málarinn sjálfur, 1926. (Breton og Éluard voru vinir Ernst)
1 ummæli:
Ha ha! Inga var sko ekki seinni! Hún var komin hálfa leiðina út á lestarstöð þegar slowmo Gugga hringdi! Sem betur fer þó því Inga hafði klætt sig alltof vel og gat því farið heim aftur og fækkað fötum! En svo á endanum þurfti Inga víst að skipta um lest og kom því 2 mínútum seinna á staðinn. Já og Halla var víst komin og farin þegar við komum! Hún sagði mér góða sögu sem þú ætlar að minna mig á að segja þér!
Skrifa ummæli