02 október 2008

lasin og löt...

Er búin að vera hálfslöpp í vikunni en dröslaði mér þó í skólann í gær þar sem var seminar um klassíska fornleifafræði en umræðurnar snerust þó eingöngu um grískar húsbyggingar og Alexander Mikla! Pínu Ragga fílingur í gangi þar en ég var bara svo slöpp eitthvað og pirruð yfir því að vera slöpp en þó meira pirruð yfir smjattandi skrítna gaurnum öðru megin við mig og andfúlu áttræðu konunni hinu megin að ég þagði bara til þess að vera ekki dónaleg við kennarann og samnemendur mína sem mér fannst vera blaðra tóma þvælu! Enda talaði umsjónarkennari kúrsins við mig eftir á og spurði hvort það væri ekki allt í lagi? Henni finnst greinilega líka skrítið ef ég þegi í meira en klukkutíma ;) En annars er Pompeii á dagskrá fyrir seminarið í næstu viku en fyrir þá sem ekki vita þá fórum við Sandra líka til Pompeii í Rómarferðinni miklu ...ligga ligga lái.





Reyndar geta þessar myndir svo sem verið hvaðan sem er en hér eru fleiri myndir frá Rómarferðinni og náttlega Pompeii

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

En sörgmæddur titill. Ég á víst bara við letina að etja. Held að ég sé hugsanlega búin að gera allt sem ég get á netinu í staðinn fyrir að læra. Gaman að sjá Rómar myndirnar. Ah, mig langar í ferðalag.
Bryn