12 október 2008

Eniga meniga....ég gat tekið út peninga!

jess, ég gat tekið út pening í hraðbanka í gær..veit samt ekki hvort það á eftir að breytast eitthvað í vikunni þar sem fréttirnar segja að á morgun kemur í ljós hvert stefnir í efnahagsmálum á heimsvísu..en allavega nóg um það..svona krepputal er bara niðurdrepandi og þó að ástandið hér sé ekkert alvarlegt.ennþá, þá er ég farin að finna fyrir hækkandi vöruverði hér í Svíaríki svo ekki sé nú talað um gengi íslensku krónunnar..sé nú litla dýra Ísland í hillingum...en nú eru sambærilegar vörur dýrari hér en heimi m.a. út af genginu.
En af því að kreppa er svo niðurdrepandi þá ákváðum við Inga að lyfta okkur aðeins á kreik í gærkveldi og héldum út á bar í SoFo á Södermalm..bara fín stemmning.
Veðrið er bara búið að vera ágætt hér þó að í síðustu viku dró ég upp kápuna mína þar sem það kólnar svolítið seinni partinn svona þegar sólin fer ;)
Skólinn er á fullu, er að fara í pallborðsumræður eftir næstu helgi og svo vikuheimapróf í lok mánaðarins í einum kúrsi. Í nóvember byrja ég svo í öðrum kúrsi, Siðferði og Vísindi, og svo er ritgerðarefnið mitt komið á hreint! Fer að byrja á því fljótlega með hinum kúrsunum en eins og ég sagði áður mun ég gera griparannsókn frá Birka .Þar fannst hús sem er að hluta til undir ´The Warrior House´ og er þar af leiðandi eldra en það. Ég á s.s. að skoða gripina sem fundust í því húsi, forverja þá með forverðinum á deildinni,og finna út úr því hvað þeir eru og til hvers þeir voru notaðir og þannig komast að einhverri niðurstöðu um hvaða tilgangi þetta hús þjónaði. Ég mun einnig skoða einhver sýni með lífrænum leifum úr þessu sama húsi. Ég er að míga á mig af spenningi yfir þessu verkefni og hlakka geðveikt til að byrja. Það hafa fundist svakalega flottir gripir í Birka og Lena, leiðbeinandinn minn, sýndi okkur Ingu nokkra gripi sem geymdir eru uppá deild og maður slefar bara...
En já, svo er Öland á morgun. Förum eldsnemma í fyrramálið og komum aftur á fimmtudagskvöld. Segi ykkur allt frá því þá.

Engin ummæli: