18 október 2008

Öland og Októberfest!

Öland var í einu orði sagt frábært. Ofsalega fallegt þar og fullt fullt fullt af flottum fornleifum. Við ókum um alla eyjuna og skoðum s.s. fullt af þessum fornleifum s.s grafhauga, steinsetningar, borgarvirki o.fl. samt er víst hellingur sem við skoðuðum ekki. Gistum á farfuglaheimili í Borgholm sem var mjög fínt og gátum eldað okkur sjálf þar og náttlega haldið eldhúspartý! Ég lét plata mig í stjórn STARK sem er nemendafélagið í fornleifafræðinni svo nú getur maður aldeilis troðið sér á framfæri..nei segi nú bara svona...en þetta er gott tækifæri til að taka þátt í skipulagningu á því sem er að gerast í nemendafélaginu og svo var ég að vinna á pöbbnum okkar í gærkveldi enda ekki óvön manneskja þar á ferð ;)(Kirkjubæjaklaustur 2006 sælla minninga) En félög innan húmanisku deildarinnar reka saman pöbbinn Gula villan á campus svæðinu og STARK á eitt föstudagskvöld í mánuði þar. Ég mun setja inn fleiri myndir seinna í dag eða á morgun..læt vita..

Hádegisnesti í Köpingsvik


Bátssteinsetning við Gettlinge gravfelt


Karlevi Rúnasteinninn


Eldhúspartý


Klettaristur fyrir utan Norrköping

Engin ummæli: