26 janúar 2009

Grátur og gnístan tanna!

jebb, tölvan mín dó í gær! Allt í einu slökknaði bara á henni þar sem ég var að vinna í fyrirlestrinum og ritgerðinni sem ég á að skila á morgun! og ég gat ekki með nokkru móti kveikt á henni aftur. En eftir að hafa panikað, grenjað og fríkað út...í þeirri röð...hafði ég samband bæði við Söndru og Breka...Söndru út af möguleikanum á samskonar vandamálum með samskonar tölvu og þeirri staðreynd að það er alltaf möguleiki á samskonar veseni á okkur...með allt! og Breka vegna óendanlegrar visku hans um tölvur og tölvuvandamál...Svo eftir að hafa heyrt frá þeim og möguleikum á vandamálalausnum fríkaði ég aðeins minna út en endaði á því að fara í heitt bað til að slaka á...því ekkert gerðist með helv..tölvuna og ég varð bara að bíða og reyna að kveikja á henni öðru hvoru. Það gekk svo eftir seint í gærkveldi og þa virtist vera allt i lagi með hana, öll gögn ennþa til staðar nema það sem ég var búin að gera um morguninn svo ég er búin að vera að gera það allt aftur í dag. Breki tékkaði svo á henni þegar hann koma heim og það virðist ekkert hafa beint hrunið en hann hafði samband við einhvern mactölvugaur í dag sem sagði að þetta gæti gerst þá og þegar aftur og þá væri alltaf hætta á því að hún myndi ekki rísa upp frá dauðum aftur!!! Hún er þar að auki í slow motion og alltaf að frjosa öðru hverju...fyrir utan svona dinti eins og að setja ekki kommu yfir stafi nema þegar henni hentar..eins og sest i þessum pósti...er hætt að reyna að tala hana til með það...er bara fegin að verkefnin min eru á ensku svo eg þarf ekki það mikið a þessum fjandans kommum að halda..na na na bú bú.
Allavega, þá held ég að ég verði að væla í bankanum fyrir nýrri tölvu á næstunni og enda svo örugglega bara í skuldafangelsi í sumar. Eru ekki annars bara agalega kósy Kvíabryggju...þægileg rum og o.fl. í boði Árna Johnsen?

Engin ummæli: