25 maí 2009

Ein voða dofin

já, ég er greinilega ekkert smá dofin. Þegar ég kom úr Tunnelnum í Farsta rétt um kl.17 í dag byrjaði eitthvað fólk og börn að skrækja og svo kom einhver gaur í svörtum æfingagalla, með eitthvað drasl á hausnum sem náði fyrir andlitið á honum, og hljóp á harðaspretti með poka í hendinni framhjá mér. Á eftir honum hljóp annar gaur með myndavél og virtist vera að taka upp á video á hlaupunum. Ég hélt að þetta væru einhverjir gaurar að taka upp stuttmynd eða eitthvað álíka og var einmitt að spá hvort ég hefði á að vera svolítið kvikindisleg og fella gaurinn með draslið á hausnum og pokann! Ég færði mig nefnilega aðeins til hliðar svo hann hlypi ekki á mig.
Núna var ég hinsvegar að lesa fréttir inn á Dagens Nyheter og þá sá ég þessa frétt!
Það var s.s. ekki verið að taka upp neina stuttmynd heldur var gaurinn með pokann ræningi vopnaður byssu sem hann hleypti af inni hjá gullsmiðnum!

Var ég þá s.s. að aðstoða hann við að komast undan með því að færa mig frá?

Er ég kannski meðsek?

2 ummæli:

Jóhann Vignir Vilbergsson sagði...

Náðist hann?

Guggan sagði...

Nei, hann er enn í felum í fataskápnum.