30 maí 2009

venjulegur föstudagur

í fornleifafræðinni hér í sólríka svíaríki endar á grilli og busli í Mälerenvatni. Fornleifafræðideildin stendur við skóg og vatn og þar sem það er alltaf sól í Stokkhólmi og gott veður þá förum við niður að vatni eftir skóla, grillum, syndum í vatninu og sólum okkur. Að sjálfsögðu fylgir þessum sið áfengir drykkir.

Byrja á því að busla aðeins áður en maður stingur sér til sunds :)


Inga buslaði líka áður en hún lagðist til sunds :)


Svo sóluðum við okkur eftir á.




P.s. því miður var filman búin í myndavéinni svo ég get ekki sýnt myndir af sundtökum í vatninu.

Engin ummæli: