12 maí 2009

ljótukjólavision

lögin voru leiðinleg svo ég ætla bara að tala um eitthvað allt annað t.d. alla ljótu kjólana. Það er greinilegt að þema júróvísionkeppninnar í ár eru ljótir kjólar, snípsíðir og helst með slóða eða einhverskonar magadansbúningakjólar! Er hrædd um að Jóhanna nái ekki að vinna þetta því bæði Ísrael og Rúmenía standa henni langtum fremri.
Er samt varla að trúa því að kjólinn hennar sé frá Anderson & Lauth sem hanna mjööög flott föt, annað hvort hafa Gunni og Kolla dottið á höfuðið eða kannski hafa þau þurft að laga hönnunina að smekknum hennar Jóhönnu?
Kynnarnir eru svo annað mál, fékk alveg kjánahroll niður í tær við brandarana þeirra þegar gæinn með hárkolluna og standpínuna fyrir fyrirsætunni var alveg nógu kjánalegur án brandarana!
En það verður spennandi að sjá hvort keppendur í semi-finale 2 halda uppi sama þema eða hvort þeir bryddi upp á einhverju nýju. Aðalkeppnin verður ekki síður spennandi, er Jóhanna kannski með fleiri ljóta kjóla í farteskinu?

Engin ummæli: